DALAI LAMA OG KÍNVERSKA TÍGRISDÝRIÐ

kína tíbet

 

Erfitt að ráða við þennan mann.  Mann sem eignast bara fleiri og fleiri vini.

MEð því að brosa og hlæja.

Og vera forvitinn á furður heimsins.

Það er eitthvað svo undurfurðulegt við hann.

Sendiherrann hleypur heim. Kínverska skrímslið hvæsir.

Ráðherrar fara í felur, flýja land.

En líklega breytir það ekki Dalai Lama.

Hann heldur áfram að benda okkur á furður heimsins.

Og fá okkur til að hugsa.

Við þurfum ekki að vera sammála honum.

En við viljum líka fá að upplifa furður heimsins.

 

 

 


DALAI LAMA HYSTERIA 2009

Eitt sinn elskuðu allir Barack Obama

Tímarnir breytast nú er það Dalai Lama

Er það furða þótt ég sé farinn að stama?

Nothing new. by Tonin, Piero

Beijing Olympics. by BART


Ólafur Stefánsson: Meistari meistaranna

Fyndið, horfði á leikinn þar til 4 marka munur var eftir 10 mín í seinni hálfleik, sagði þá með þjósti, þeir eru búnir að tapa þessu og fór í göngutúr.   Þegar ég kom aftur var verið að afhenda verðlaun, en ekki Kiel heldur CRL, ótrúlegt en seinasta korterið hrundi víst allt sem hrunið getur hjá Kiel og allt blómstraði hjá CRL og okkar maður að sjálfsögðu með 8 mörk.  Ótrúlegur íþróttamaður, ég beygi mig bara og hneigi.  Meistari meistaranna.  Beygi mig í duftið: Meistari meistaranna.

Handbolti: Ólafur kvaddi Spán með Evrópumeistaratitili

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/4178


TÓNLEIKAR ALDARINNAR: Rosdestvenskij og SÍ

Flott gagnrýni hjá Jónasi Sen um Symfoníuna og Rosdestvenskij í Blaðinu í gær.  Þessi konsert verður lengi í minnum hafður,Postnikova píanóleikarinn var ótrúlega góð og aldrei hef ég á ævi minni heyrt annan eins hljóm eins og í 7. sinfoniú Shostakovitsj.

Var áðan að horfa á myndina um stöðu tónlistarinnar í Sóvét þar sem Rosdestvenskij fór með stórt hlutverk.  Myndinni lauk um ummælum hans um Shostakovitsj þar sem hann sagði að fótboltinn hefði verið eini staðurinn þar sem maður gat haft skoðun og látið í ljós tilfinningar, ég lifði nú annað í eina skiptið sem ég kom austur fyrir Járntal.  Það er ansi erfitt ríki þar sem stjórnmálamenn ætla að ákveða hvernig tónlist er leikin og samin.

 En gleymum því ekki að það hefur á Íslandi verið reynt að stjórna listsköpun af stjórnmálamönnum.  Ekki jafn harkalega og í Sovét, en þó töluvert, jónas frá Hriflu, á dögum kalda stríðsins.  

 


GAMAN Í FRAMSÓKN, FRAMSÓKNARVISTIN ALLTAF JAFN HÁSKALEG

Er rétt gefið?Alien

Fjandsamleg yfirtaka á framsóknarfélagi  Eða var hún vingjarnleg.  Vingjarnleg yfirtaka.  Ætli Finnur mæti á fundi?   Er Alfreð enn á bak við tjöldin. Og Bjarni farinn. Hann veit ekki sinn vitjunartíma.  Úff.   

Alltaf sama fjörið í Framsókn.   Það versta sem getur gerst þar að nýir félagar gefi sig fram.  Truflar valdajafnvægi þessara fáu.  Ég er að velta því fyrir mér að hreyfa mig.  Afi minn, Guðlaugur Hinriksson, var flokksbróðir og harðasti stuðningsmaður Jónasar frá Hriflu.  Það verður gaman að finna hlýjuna í flokkssystkinunum þegar ný flokksfélagi birtist. Úff.  mínus átta gráður.  Eins og fylgið. 


Hvað er það að vera grænn?

Álftanes, hestar og Bessastaðir

 

Nú er það tízka mikil að vera vel grænn, hægri grænn, vinstri grænn, miðju grænn; allt er þad vænt, sem vel er grænt, segir orðtakið. Orðin grænn og heimskur eru stundum höfð í líkri merkingu, gleymum þessu. http://www.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=163859&s=199372&l=gr%E6nn

Svo eru einhverjir skemmdagrænir, aðrir ofbeldisgrænir, enn aðrir friðargrænir. Ó já, það eru fáir rauðir um þessar mundir þó einhverjir sjái rautt, að minnsta kosti yfir bóndanum á Bessastöðum. 

Ég sem er friðargrænn verð alltaf jafnhissa yfir talmönnum Íraksstríðsins á Íslandi.  Hvort sem þeir heita Geir eða Guðni.  Hræðilegt var að sjá þá á Alþingi.  Ég skammast mín.


TÓNLIST TRYLLIR SÁLINA

Stravinsky and Pablo Picasso collaborated on Pulcinella in 1920.  Picasso took the opportunity to make several sketches of the composer.Anders20061231_0161

Ég ætlaði að skrifa eitt hvað stórmerkilegt í dag.  Stjórnmál dægurmál.  En hvað á ég að skrifa um?

Baugsmálið? Jón Ásgeir flúinn úr landi. Klámhátíðin.Villi Þ og Geir Hilmar verða veislustjórar. Ökuníðinga?  Ég á bara reiðhjól. 

Nei það verður bara tónlist.  Ég er alæta á tónlist, klassík, nútímatónlist, Rokk, Djass. 

 

Nú er ég að hlusta á sænska hljómsveit með hinu skrýtna nafni Moneybrother og platan heitir Pengabrorsan.  Þessi hljómsveit sem er eiginlega bara einn maður Anders Wendin hefur gefið út tvo diska á ensku Blood Panic og To die alone og svo þriðja diskinn fyrsnefnda á sænsku.  Tónlistin er blanda af rokki pönki og sól.  Stundum eins og Springsteen á fyrstu plötunum.  En samt eitthvað sænskt, eins og Michael Wiehe, Totta Neslund, Ulf Lundell eða ELdkvarn.  Einhver sænskur blær.  Nýi diskurinn er með ábreiðum, Tom Waites, McColl, Steve Forbert eitthvað óvænt og skemmtilegt.

Hægt er að panta sænska diska frá www.Bengans.se eða www.CdWow.se .   Ef maður á greiðslukort. 

 

Fór í óperuna og sá óperu Stravinskys sem hefur fengið hið fáránlega nafn Flagari í framsókn!! Þvílík smekkleysa.  Er verið  að tala um Jóns Sigurðsson??? Nafnið hefði átt að vera För flagarans eins og För Pílagrímsins eftir John Bunyan sem er verið að vísa til.  En það var söguflokkur um siðabót og trúarlega mannbætandi lífsþætti.  Auden og Kollman byggja á þessari hefð í sögunni.  Sveitastrákur lendir í spillingu og siðleysi en hjá höfundunum verður engin siðabót heldur lendir Sakleysinginn á geðveikrahæli. 

 Mér heyrist að þessi sýning hafi fengið misjafna dóma.  En látið ekki hræða ykkur frá henni.  Þessi sýning hefur marga kosti, tónlistin góð, Gunnar GUðbjörnsson, sem hefur alltaf farið í taugarnar á mér, er gríðargóður hérna sem og aðrir söngvarar.  Ég var að vísu orðinn svolítið þreyttur í hálftíma fyrir hlé en það var út afþví að ég mátti ekki vera að því að borða kvöldmat.  En eftir hlé varð dramað sífellt meira og sýningin áhrifameiri.

Drífið ykkur og látið ekki halda ykkur heima af misgóðum gagnrýnendum.  Stravinský rjúlar.....

Myndir: Stravinsky, Moneybrother, Gönguslóð á Seltjarnarnesi. 


FJAÐRAFOK HEIMSÓSÓMI OG HRÓS

Dóttir frambjóðandans Dóttir frambjóðandans

 

Aftur hefur forsætisráðherrann orðið sér til skammar.  Kvenfyrirlitning og dónaskapur er hans deild. http://www.truno.blog.is/blog/truno/entry/121103/  Geir Hilmar, til hamingju. 

 Framboðslikstar vinstri grænna hafa verið birtir fyrir Reykjavíkusvæðið stóra.  Góðir listar.  Dóttir mín er í þriðja sæti í R. suður.  Þar af leiðandi: Góður listi. Steypum ríkisstjórninni kjósum vg og samfylkingu. 

 Hannes Hólmsteinn flutti fyrirlestur um gerð heimildarmynda.  Guð hjálpi okkur. Lesið ágætan stúf Þorsteins Helgasonar á  gammabrekka@hi.is.

Brjálæði mánaðarins.  Keypti heildarsafn já ég meina heildarsafn Bachs á Amazon rúmlega 150 diska á skidogingenting.  Hollenskir og belgískir flytjendur.  Ég er farinn að undirbúa ellina, Bach í 2 tíma á dag.  Glen Gould í sjónvarpinu, tveir þættir.  Heimur batnandi. 

 


Er allt í lagi að eyða opinberum skjölum

Það virðist vera í lagi að eyða skjölum í kringum sig.  Það var bara gert.  Enginn virðist hafa áhyggjur af því.  Hver er ábyrgur?  Það er aukaatriðið.  Hverjir eru lögbrjótarnir? Skiptir engu máli.  Öðru vísi væri litið á það í Bandaríkjunum.  Svona er  Ísland. 


Víðsjárverður heimur

IMG_0017Mynd.  Greinarhöfundur og Ísold Þórðardóttir.  Hún á afmæli í dag, tveggja ára.  Til hamingju með daginn.

Það er merkilegt.  Erum við búin að gera þennan heim okkar sífellt hættulegri fyrir alla.  Janfvel ungabörn í velferðarþjóðfélögum.  Mér finnst að barnabörn mín þau yngstu séu sífellt veik þessi fyrstu ár ævinnar.  Pest eftir pest.  Langtum meira en fyrir 20 - 40 árum þegar börn og stjúpbörn tóku fyrstu spor sín.  Eigar þessi vleferðarríki okkar eftir að hrynja niður innanfrá?  Meðan við fljótum sofandi að feigarósi, eins og menn segja á hátíðisstundum.

Umhverfisumræðan virðist eiga langt í land til að fara að skila einhverju fyrir okkur.  Við byggjum nýtt tónlistarhús sem þarf að eyða milljörðum í varnir eftir nokkra áratugi.  Við ætlum að byggja nýtt herfi út í Örfirisey sem fer á kaf eftir 100 ár.  Er ekki nær að hætta strandbyggðum næstu öldina.  Og flytja sig svolítið ofar eins og Morgunblaðsmenn hafa gert.

Þurfa ekki framkvæmdir að fylgja áhyggjum okkar um heiminn.  Vöknum upp.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband