Hvað er það að vera grænn?

Álftanes, hestar og Bessastaðir

 

Nú er það tízka mikil að vera vel grænn, hægri grænn, vinstri grænn, miðju grænn; allt er þad vænt, sem vel er grænt, segir orðtakið. Orðin grænn og heimskur eru stundum höfð í líkri merkingu, gleymum þessu. http://www.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=163859&s=199372&l=gr%E6nn

Svo eru einhverjir skemmdagrænir, aðrir ofbeldisgrænir, enn aðrir friðargrænir. Ó já, það eru fáir rauðir um þessar mundir þó einhverjir sjái rautt, að minnsta kosti yfir bóndanum á Bessastöðum. 

Ég sem er friðargrænn verð alltaf jafnhissa yfir talmönnum Íraksstríðsins á Íslandi.  Hvort sem þeir heita Geir eða Guðni.  Hræðilegt var að sjá þá á Alþingi.  Ég skammast mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband