Víðsjárverður heimur

IMG_0017Mynd.  Greinarhöfundur og Ísold Þórðardóttir.  Hún á afmæli í dag, tveggja ára.  Til hamingju með daginn.

Það er merkilegt.  Erum við búin að gera þennan heim okkar sífellt hættulegri fyrir alla.  Janfvel ungabörn í velferðarþjóðfélögum.  Mér finnst að barnabörn mín þau yngstu séu sífellt veik þessi fyrstu ár ævinnar.  Pest eftir pest.  Langtum meira en fyrir 20 - 40 árum þegar börn og stjúpbörn tóku fyrstu spor sín.  Eigar þessi vleferðarríki okkar eftir að hrynja niður innanfrá?  Meðan við fljótum sofandi að feigarósi, eins og menn segja á hátíðisstundum.

Umhverfisumræðan virðist eiga langt í land til að fara að skila einhverju fyrir okkur.  Við byggjum nýtt tónlistarhús sem þarf að eyða milljörðum í varnir eftir nokkra áratugi.  Við ætlum að byggja nýtt herfi út í Örfirisey sem fer á kaf eftir 100 ár.  Er ekki nær að hætta strandbyggðum næstu öldina.  Og flytja sig svolítið ofar eins og Morgunblaðsmenn hafa gert.

Þurfa ekki framkvæmdir að fylgja áhyggjum okkar um heiminn.  Vöknum upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband