Færsluflokkur: Fjölmiðlar

TÓNLEIKAR ALDARINNAR: Rosdestvenskij og SÍ

Flott gagnrýni hjá Jónasi Sen um Symfoníuna og Rosdestvenskij í Blaðinu í gær.  Þessi konsert verður lengi í minnum hafður,Postnikova píanóleikarinn var ótrúlega góð og aldrei hef ég á ævi minni heyrt annan eins hljóm eins og í 7. sinfoniú Shostakovitsj.

Var áðan að horfa á myndina um stöðu tónlistarinnar í Sóvét þar sem Rosdestvenskij fór með stórt hlutverk.  Myndinni lauk um ummælum hans um Shostakovitsj þar sem hann sagði að fótboltinn hefði verið eini staðurinn þar sem maður gat haft skoðun og látið í ljós tilfinningar, ég lifði nú annað í eina skiptið sem ég kom austur fyrir Járntal.  Það er ansi erfitt ríki þar sem stjórnmálamenn ætla að ákveða hvernig tónlist er leikin og samin.

 En gleymum því ekki að það hefur á Íslandi verið reynt að stjórna listsköpun af stjórnmálamönnum.  Ekki jafn harkalega og í Sovét, en þó töluvert, jónas frá Hriflu, á dögum kalda stríðsins.  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband